Brúðubíllinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Brúðubíllinn er brúðuleikhús undir stjórn Helgu Steffensen sem hefur aðsetur í sendiferðabíl. Brúðleikhúsið setur upp flestar sýningar sínar í görðum og barnaheimilum á höfuðborgarsvæðinu og víðar á Ísland. Sýningar fara aðallega fram að sumri til.

Brúðubíllinn hóf fyrst starfsemi 30. maí 1979[1] og hefur starfað síðan þá. Sýningar eru í júní og júlí á hverju ári og hvortveggja mánuðinn eru frumsýnd leikrit. Þekktasta brúðan er Lilli sem var ásamt Helgu umsjónarmaður Stundarinnar okkar á árunum 1987-1994.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Brúðubíllinn startar í dag“ (1979, 30. maí). Þjóðviljinn 121. tbl. s. 5 (Timarit.is).

„Saga Brúðubílsins“. Sótt 4. ágúst 2009.