Brúni hvíti Háreksson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Brúni hvíti Háreksson var landnámsmaður í Fljótum í Skagafirði. Hann nam nyrsta hluta Fljótanna, frá Hraunum og sennilega inn að Brúnastaðaá, og bjó á Brúnastöðum. Landnáma kallar hann ágætan mann, segir að hann hafi verið sonur Háreks Upplendingajarls og tekur fram að hann hafi farið til Íslands að fýsi sinni (ótilneyddur).

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • „Landnámabók“.
  • Ólafur Lárusson (1940). Landnám í Skagafirði. Sögufélag Skagfirðinga.