Bréfabindi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bréfabindi.

Bréfabindi er mappa sem er notuð til að geyma gatablöð (til dæmis skjöl og gögn) sem eru haldin inn með þvingum sem renna í gegnum götin. Þvingur eru yfirleitt með fjöðrum sem eru hringlaga í lögun. Þvingurnar eru tvær, þrjár eða fjórar og blað er gatað með gatara tveimur eða fleirum götum með 80 millimetra bili og þvingurnar þurfa því að passa í þau bil. Bréfabindi eru tiltæk í mörgum stöðluðum pappírsstærðum og rúmtökum.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Bréfabindið var fundið upp í Þýskalandi árið 1886 af Friedrich Soennecken og líka í Svíþjóð, af sænskum manni árið 1889.

Bréfabindi (hér eftir talað um sem: „möppur“) eru stundum úr plasti en einnig eru til möppur úr þykkum pappír og stáli eða öðrum málmblöndum en eru einnig til úr frumefnum, eins og til að mynda: áli. Engin takmörk eru fyrir því úr hverju möppur eru gerðar.

Framleiðsla[breyta | breyta frumkóða]

Hin venjulega mappa er búin til úr allt að 19 mismundandi pörtum. Áður fyrr þurfi möppugerðamaður að setja saman möppur í höndunum sem var oft tímafrekt en nú til dags eru oftast notaðar möppuvinnuvélar til þess og getur möppuverksmiðja framleitt margar möppur í takt við eftirspurn.

Almennt notagildi[breyta | breyta frumkóða]

Möppur má oft finna í hillum, sem eru á skrifstofum þar sem starfsmenn þurfa að geta fundið gögnin sín hratt og örugglega. Oftar en ekki eru þannig möppur merktar með miða, sem er límdur á kjöl möppunnar, og á hann er skrifað ártal eða eitthvað annað sem auðkennir þessa möppu frá annarri möppu eða öðrum möppum svo möppueigandinn viti nákvæmlega hvað er í þessari möppu þegar hann ber hana augum. Stundum er líka svæði á kili möppunnar sem ætlaður er til merkingar, til dæmis á samanbrjótannlegum pappamöppum, og þá þarf ekki miðann en á sumum möppum er líka plastræma á kili hennar þar sem möppueigandi smeygir pappírsræmu sem að er búið að merkja á tilhlýðilegan hátt og það má líka skipta miðanum út fyrir annan miða ef að eigandinn vill breyta virkni möppunnar.

Gögn eru í auknum mæli geymd í tölvumöppum, þ.e. stafrænum gögnum, sem að hægt er að prenta út svo að hægt sé að kynna sér þau og síðan má koma þeim fyrir í hefðbundinni merktri möppu.

Frægar möppur[breyta | breyta frumkóða]

Josef Fritzl notaði möppu við réttarhöldin yfir sér til að fela sig fyrir fólki.[1]. Stærsta mappa heims var búin til í Las Vegas, Bandaríkjunum, af Impact Enterprises. Sú mappa er 113 cm á breidd x 155 cm á hæð og er í Heimsmetabók Guinness[2].

Möppur í dægurmenningu[breyta | breyta frumkóða]

Hljómsveitin Bandaríska Bedford Drive samdi lag um möppur sem heitir 3 Ring Binder Circus en í því lagi er mappan látin merkja möppu kærleikans, sem er ást tveggja einstaklinga í sambandi, tilvísun í möppur í textanum útlegst á íslensku: Þú og ég erum í þriggja þvinga möppu sirkús.[3].

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]