Brynja Þorgeirsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Brynja Þorgeirsdóttir
Orðbragð var á dagskrá RÚV árin 2013–2015

Brynja Þorgeirsdóttir (f. 14. nóvember 1974) er íslensk sjónvarpskona. Árið 2006 hóf hún störf sem umsjónarmaður í Kastljósi hjá RÚV. Hún var ritstjóri Djöflaeyjunnar og menningarritstjóri Kastljóss 2012–2015. Hún var umsjónarmaður og einn handritshöfunda sjónvarpsþáttanna Orðbragð ásamt Braga Valdimari Skúlasyni. Árið 2008 kynnti hún niðurstöður stiga Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Hún hlaut Edduverðlaun sem sjónvarpsmaður ársins 2015.

Árið 2015 lauk hún meistaragráðu í bókmenntafræði við Háskóla Íslands og doktorsprófi frá Cambridge háskóla árið 2020.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.