Brunahvammur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Brunahvammur var heiðarbýli undir Brunahvammshálsi í Vopnafirði. Brunahvammur er í 340 metra hæð yfir sjávarmáli. Bærinn stóð fremst í þurrlendum hvammi drjúgan spöl frá Hofsá nokkru utan við Hölkná. Brunahvammur mun hafa verið hjáleiga frá Bustarfelli og lengst af í eigu Bustarfellsbænda. Jörðin þótti góð til búskapar að fornu lagi en nokkuð mannfrek til heyskapar og fjárgæslu. Þá þótti torfrista léleg og mór var enginn. Brunahvammur lagðist í eyði 1945.

Erla skáldkona bjó á Brunahvammi og sonur hennar Þorsteinn Valdimarsson sem einnig var skáld, fæddist þar 1918.