Fara í innihald

Bruce Lee

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bruce Lee.

Bruce Lee (fæddur Lee Jun-fan; 27. nóvember, 1940 –d. 20. júlí, 1973) [1] var hong kongskur-bandarískur bardagamaður, leikari og kvikmyndargerðarmaður. Hann skapaði bardagalistina Jeet Kune Do sem blandaði inn heimspeki búddisma og taóisma við sjálfsvörn.

Lee fæddist í San Francisco en var alinn upp í breska Hong Kong. Hann fluttist síðar til Seattle og Los Angeles þar sem hann kenndi stjörnum eins og Chuck Norris, Sharon Tate og Kareem Abdul-Jabbar bardagalist. Hann fór út í kvikmyndaleik og snerust myndir hans um bardagalistir. Myndirnar áttu stóran þátt í að auka vinsældir austrænna bardagaíþrótta á Vesturlöndum.

Bruce Lee lést aðeins 32 ára árið 1973 af völdum bólgu í heila en dulúð hefur verið sveipuð dauða hans. Ein áhrifamesta mynd hans, Enter the Dragon, var frumsýnd skömmu eftir dauða Lees. [2]

Kona Lees var Linda Lee Cadwell. Þau eignuðust tvö börn en sonur þeirra Brandon Lee, lést einnig ungur að árum vegna voðaskots í kvikmyndaupptöku. Shannon Lee, dóttir Bruce Lee, er leikkona, viðskipta- og bardagalistakona. [3]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Nine things you need to know about Bruce Lee BBC
  2. Bruce LeeBritannica
  3. Shannon Lee IMDB.