Brennisteinsalda

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Brennisteinsalda

Brennisteinsalda er eldfjall á Suður-Íslandi. Hæð fjallsins er 855 metrar. Það er nálægt Landmannalaugum og ekki langt frá Heklu.

Brennisteinsalda er afar litskrúðugt fjall, brennisteinn litar hlíðarnar en einnig er fjallið grænt af mosa, hraun og aska lita það svart og blátt og rautt litbrigði koma vegna járns í jarðvegi. Gönguleiðin Laugavegurinn liggur upp með fjallinu. Fyrir framan fjallið er hrafntinnuhraunið Laugahraun en gossprunga þess klýfur Brennisteinsöldu.