Brasilíutré

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Caesalpinia echinata
Fullþroska brasilíutré á torgi í Vitória í Brasilíu.
Fullþroska brasilíutré á torgi í Vitória í Brasilíu.
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Undirflokkur: Rosidae
Ættbálkur: Belgjurtabálkur (Fabales)
Ætt: Ertublómaætt (Fabaceae)
Ættkvísl: Caesalpinia
Tegund:
C. echinata

Tvínefni
Caesalpinia echinata
Lam.
Samheiti

Guilandina echinata (Lam.) Spreng.

Brasilíutré (eða brúnspónn) (fræðiheiti Caesalpinia echinata) er trjátegund af ertublómaætt sem upprunnin er í Brasilíu. Tréð er einnig nefnt Permambuk-tré eða rauðtré. Brúnspónn sem áður var notaður í hrífutinda var viður brasilíutrés. Viður brasilíutrés er djúprauður og hentar vel til að búa til boga strengjahljóðfæra. Úr viðnum er einnig unnið rautt litarefni sem kallast brazilin og oxuð útgáfa þess brazilein.

Kort af Brasilíu gefið út í Portúgal árið 1519.Brasilíutréð sýna landkosti nýlendunnar
Teikning frá 1519 af frumbyggjum Brasilíu að safna saman bolum brasilíutrés

Þegar portúgalskir landkönnuðir fundu brasilíutré á ströndum Suður-Ameríku notuðu þeir nafnið pau-brasil til að lýsa þeim en „pau“ merkir á portúgölsku prik og „brasa“ merkir glóð. Viður brasilíutrésins er djúprauður. Hins vegar hafði þá nafnið Pau-brasil verið notað til að lýsa öðruvísi tré sem fannst í Asíu og kallað varf Sappanviður og var einnig notað að vinna úr rauð litunarefni. Trén í Suður-Ameríku urðu fljótt vinsælli til litunar og brasilíutréð var svo mikilvægt í útflutningi og viðskiptum að landið þar sem trén uxu tók nafn sitt af því og var kalla Brasilía.

Það eru nokkrar tegundir trjáa sem unnar voru á þennan hátt en þær tegundir voru allar af ertublómaætt. Brasilíutré er oftast notað um tegundina Caesalpinia echinata er er líka notað um aðrar tegundir eins og Caesalpinia sappan. Tréð gengur einnig undir öðrum nöfnum eins og ibirapitanga og pau de pernambuco eftir brasilíska héraðinu Pernambuco. Í bogagerð er vaninn að nota orðið brasilíutré um aðrar tegundir en Caesalpinia echinata svo sem Tabebuia impetiginosa og Massaranduba (Manilkara bidentata) og (Haematoxylum brasiletto). Caesalpinia echinata er vanalega kallað permambuk-tré í þessu samhengi. Brasilíutré getur orðið allt að 15 metra hátt, börkurinn er dökkbrúnn og flagnaður og sést í blóðrauðan viðinn fyrir innan.

Skýringarmynd af laufum og blómum brasilíutrés.

Á 16. og 17. öld var brasilíutré eftirsótt og dýrt í Evrópu. Litunartré komu frá Asíu og voru flutt inn í duftformi og notuð sem rautt litarefni til að framleiða dýrar vörur eins og flauel sem mikið eftirspurn var eftir á tímum Endurreisnarinnar. Þegar portúgalsir sæfarar fundu Brasilíu þann 22. apríl árið 1500 þá sáu þeir að brasilíuviður var algengur á ströndinni og upp með ám. Það upphófst mikil skógarhögg á brasílíutrjám og voru trjábolirnir fluttir til Portúgal og var einokun undir stjórn portúgölsku krúnunnar á þessum viðskiptum. Viðskiptin með trén voru ábatasöm og reyndu önnur ríki að komast yfir viðskiptin og smygla brasilíutrjám út úr Brasilíu og sjóræningjar í þjónustu ríkja réðust á portúgölsk skip í því augnamiði að stela þessum dýrmæta farmi. Árið 1555 reyndi til dæmis franskur leiðangur undir stjórn sjóræningans Nicolas Durand de Villegaignon að stofna nýlendu þar sem núna er Rio de Janeiro og var drifjöður þess sá auður sem skógarhögg brasilíutrjáa bjó til.

Brasíulíutré voru höggvin í stórum stíl og magn þeirra þvarr á 19. öld og með því varð hrun í efnahagslífi svæðisins. Núna er brasilíutréð á lista yfir tegundir í útrýmingarhættu. Erfitt er að byggja upp á nýju skóga með brasilíutrjám því að það vex aðeins vel ef því er plantað inn í annað skóg. Fyrsta tilraun til að sporna gegn eyðingu brasilíutrjáa er í skjalinu “Pernambuco Wood Proclamation” frá 1605. Því skjali var ætlað að verna einokun portúgalska konungsins og var þar bannað að fella ung tré og gömul tré yrði að höggva þannig að þau gætu vaxið upp aftur.

Sellobogi úr brasilíutré

Líklegt er að viðskipti með brasilíutré verði bönnuð í náinni framtíð og veldur það vanda í bogaiðnaði svo sem við gerð fiðluboga þar sem þessi viður er mikið notaður. Tree of Music, er heimildarmynd um brasilíutréð og notkun þess í gerð hljóðfæra.

Myndasafn[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]