Fara í innihald

Bragðskyn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Bragðskynið er getan til þess að skynja bragð. Bragðskyn grundvallast á efnahvörfum sem eiga sér stað á bragðlaukunum á yfirborði tungunnar, gómfillunnar og innra borði kinnanna. Það eru milli 2.000 og 5.000 bragðlaukar á bakhlið og framhlið tungunnar. Hver bragðlaukur inniheldur 50 til 100 bragðskynnema sem senda taugaboð til heilans þegar tiltekin efnahvörf eiga sér stað.

Bragðskyn nær yfir fimm grunnbrögð: sætu, sýrni, seltu, beisku og úmamí. Bragðskynnemar í munninum geta greint á milli þessara fimm grunnbragða með því að skynja viðbrögð ólíkra sameinda eða jóna.

Bragðskyn er flókið og byggist á samspili bragðs og lyktar en dofnað lyktarskyn dregur úr bragðskyni.[1] Bragðskyn fer að dofna við um það bil 50 ára aldur þegar dregur úr munnvatnsframleiðslu.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Af hverju missir maður stundum bragð- og lyktarskyn þegar maður er kvefaður?“. Vísindavefurinn. Sótt 9. desember 2018.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.