Bragðavellir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Bragðavellir eru bær í Hamarsfirði í Suður-Múlasýslu. Snemma á 20. öldinni fundust þar tveir rómverskir koparpeningar frá 270–305 e.Kr. Margar kenningar eru uppi um þessa peninga og aðra, sem fundust síðar á Suðurlandi. Ekki er vitað hvort þeir hafi borist með skipi Rómverja til Íslands sem þangað hafa hrakist í vondu veðri frá Englandi eða hvort þeir hafi komið með víkingum mun síðar. Þarna hafa fundist fleiri fornminjar en þær skýra ekki tilvist peninganna.

Á hægri hönd austan Hamarsár í Hamarsfirði er grjóthrúga, sem Djáknadys heitir. Lengi var hún áningarstaður ferðamanna. Vestan Hamarsár er bærinn Bragðavellir. Í landi þeirrar jarðar fundust tveir rómverskir peningar, annar frá tíð Árilíusar keisara, sem uppi var um 270-275. Hann fannst árið 1905. Hinn er frá tíð Prombusar keisara sem uppi var 276-282. Hann fannst árið 1933.[1] Með fundi þessara tveggja mynta, sem nú eru geymd á Þjóðminjasafni Íslands, var sagt á sínum tíma að Jón Sigfússon, bóndi á Bragðavölum hafi lengt sögu Íslands um allt að 500 ár aftur í tíman.[2][3]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Hver var fyrstur?; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1971
  2. Ferðasaga eftir Torfa Þorsteinsson í Haga; grein í Tímann Sunnudagsblað 1971
  3. Kristján Eldjárn: Gengið á reka – Tólf fornleifaþættir, bls. 10 og áfram, Akureyri 1948.
  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.