Bragðarefur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Bragðarefur er vinsæll ísréttur sem fæst í flestum ísbúðum víðsvegar um Ísland. Bragðarefurinn er útbúinn þannig að ís er látinn í ílát nammi, ávöxtum og sósum að eigin vali er blandað saman við ísinn í ákveðinni hrærivél sem til er í flestum ísbúðum og sjoppum nú til dags, svo er ísnum mokað í pappaílát með sleif. Oft er svo nammi eða ávextir sett ofan á ísinn til skrauts. Bragðarefinn er hægt að útbúa í mörgum stærðum frá pínulitlum upp í risa stóra. Nú hafa nokkur matvælafyriritæki á Íslandi sett á markað tilbúinn bragðaref. Bragðarefurinn er ekki séríslenskt fyrirbæri en hann var fundinn upp í Bandaríkjunum árið 1973. Hann er þó alls ekki fáanlegur alls staðar í heiminum. Í Bandaríkjunum heitir bragðarefur mix-in. Hjá McDonald's er hann seldur undir nafninu McFlurry en það eru oftast ekki ávextir í þeim og ekki eins mikið úrval af bragðtegundum í þeim ísrétti. Hjá Dairy Queen hefur hann verið seldur undir heitinu Blizzard frá árinu 1985.

  Þessi matar eða drykkjargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.