Brúarfoss (Hítará)
Brúarfoss er bær og bæjarstæði á eystri bakka Hítarár rétt hjá þjóðveginum um Mýrar. Nafnið er dregið af samnefndum fossi í Hítará. Jóhannes Jósefsson glímukappi og veitingamaður á Hótel Borg byggði veiðihús á Brúarfossi og hafði fyrir sumaraðsetur sitt í mörg ár.
Heimildir[breyta | breyta frumkóða]
- Björn Hróarsson (1994). Á ferð um landið, Borgarfjörður og Mýrar. Mál og menning. ISBN 9979-3-0657-2.
