Fara í innihald

Bougainville-eyja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bougainville.
Gervihnattamynd af norðurhlutanum.

Bougainville-eyja er aðaleyja sjálfsstjórnarhéraðsins Bougainville. Íbúar héraðsins eru um 235.000 (2011) og stærð eyjunnar er 9.300 ferkílómetrar. Næststærsta eyjan, Buka, er norður af Bouganville-eyju. Balbi-fjall er hæsti punkturinn eða 2.700 metrar. Eyjan er stærst Salómon-eyjaklasans og er landfræðilega hluti af Norður-Salómonseyjum. Sunnan við þær eru sjálfstæða ríkið Salómonseyjar.

Franskir landkönnuðir voru fyrstir evrópubúa til að hitta frumbyggja þar seint á 18. öld þegar Louis de Bougainville kom til eyjunnar. Síðar gerðu Þjóðverjar tilkall til eyjunnar, árið 1899 og varð hún hluti af Þýsku Nýju Gíneu. Ástralía hertók eyjuna í fyrri heimstyrjöld og Japanir í þeirri seinni. Þar til 1975 réð Ástralía yfir eyjunni þegar hún lýsti yfir sjálfstæði sem Norður-Sólómon-eyjar. Sú yfirlýsing hlaut lítinn hljómgrunn og svo fór að Papúa Nýja-Gínea varð stjórnvaldið en veitti talsverða sjálfsstjórn.

Seint á 9. áratug og mestallan 10. áratug 20. aldar var borgarastríð á eyjunni en friðarsamningur árið 2001 með klausu um sjálfsstæði var gerður. Árið 2019 var svo kosið um sjálfstæði eða áframhaldandi tengsl við Papúu og kusu 98.31% að vera sjálfstæð í ráðgefandi kosningu.[1]

Á Bouganville er regnskógur og miklar koparuppsprettur. Fyrirtækið Rio Tinto hefur hlotið gagnrýni vegna umhverfisspjalla vegna námagraftar þar.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Atli Ísleifsson (11. desember 2019). „98 prósent eyja­skeggja greiddu at­kvæði með sjálf­stæði“. Vísir. Sótt 11. desember 2019.