Boston (Lincolnshire)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
St. Botolphs church.

Boston er bær í Lincolnshire á austurströnd Englands, um 160 kílómetra norður af London. Íbúar eru um 35.000 en sveitarfélagið hefur um 67.000 íbúa (2015).

Borgin var mikilvæg verslunarborg á tímum Hansasambandsins. Frá henni komu pílagrímar sem stofnuðu til samnefndrar borgar í Bandaríkjunum, Boston.