Fara í innihald

Bornúveldið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort sem sýnir Bornú og nágrannaríki í Mið-Afríku um 1750

Bornúveldið var ríki í Mið-Afríku sem varð til þegar Sefawa-ættin var hrakin frá Kanemveldinu um 1380 og stofnaði nýtt ríki þar sem nú er norðvesturhluti Nígeríu. Þar reisti Ali Dunamami víggirta höfuðborg, Ngazargamu, um 1455. Smám saman jókst veldi Bornú sem lagði höfuðborg Kanemveldisins, Nijmi, undir sig. Seint á 18. öld tók þessu ríki að hnigna vegna árása fúlana úr vestri og síðar Vadaiveldisins úr austri. Að lokum lagði breska Konunglega Nígerfélagið Bornú undir sig 1893 og það varð hluti af því sem síðar varð Nígería.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.