Borgarstjórnarkosningar í Reykjavík 2010

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Kosið var til borgarstjórnar í sveitarstjórnarkosningunum 29. maí 2010 og ný borgarstjórn tók til starfa 11. júní 2010. Á fundi borgarstjórnar 18. júní 2013 var Elsa Hrafnhildur Yeoman kosin forseti borgarstjórnar til eins árs, Björk Vilhelmsdóttir var kosin 1. varaforseti og Karl Sigurðsson var kosinn 2. varaforseti.

Úrslit[breyta | breyta frumkóða]

Kosningarnar fóru á þessa leið:

Flokkur Listi Atkvæði % Menn
Sjálfstæðisflokkurinn D 20.006 33,6 5
Samfylkingin S 11.344 19,1 3
Vinstrihreyfingin – grænt framboð V 4.255 7,1 1
Besti flokkurinn Æ 20.666 34,7 6

skipting borgarfulltrúa í Reykjavík 2010

Eftirfarandi fulltrúar skipuðu borgarstjórn:

Listi Borgarfulltrúi
Æ Jón Gnarr Kristinsson
Einar Örn Benediktsson
Óttarr Ólafur Proppé
Elsa Hrafnhildur Yeoman
Karl Sigurðsson
Eva Einarsdóttir
D Hanna Birna Kristjánsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson
Kjartan Magnússon
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
Gísli Marteinn Baldursson
S Dagur B. Eggertsson
Oddný Sturludóttir
Björk Vilhelmsdóttir
V Sóley Tómasdóttir

Myndun borgarstjórnarmeirihluta[breyta | breyta frumkóða]

Besti flokkurinn bauð fram í fyrsta sinn og fékk sex borgarfulltrúa kjörna. Oddviti flokksins, Jón Gnarr, myndaði meirihluta með Samfylkingunni að kosningum loknum. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar varð formaður borgarráðs.[1]

Kjörtímabil[breyta | breyta frumkóða]

Meirihlutasamstarf Besta flokksins og Samfylkingarinnar entist allt kjörtímabilið. Haustið 2013 tilkynnti Jón Gnarr að hann myndi ekki bjóða sig fram á ný og að Besti flokkurinn rynni saman við Bjarta framtíð.[2]

  1. https://www.mbl.is/frettir/kosningar/2010/06/04/jon_gnarr_verdur_borgarstjori/
  2. https://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/10/30/jon_gnarr_haettir_i_vor/