Fara í innihald

Borgarmúrarnir í Nürnberg

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Borgarmúrarnir í Nürnberg eru þeir heillegustu í stórborg í Þýskalandi. Þeir samanstanda af leifum múra og turna víða í borginni.

Saga múranna

[breyta | breyta frumkóða]
Borgarmúrar í Nürnberg

Talið er að fyrstu múrarnir hafi risið þegar á 11. öld, þegar aðeins kastalavirkið var til staðar. Á 13. öld hafði byggðin dreifst beggja megin við ána Pegnitz og voru þá báðir borgarhlutanir víggirtir sér. Það var ekki fyrr en snemma á 14. öld að borgin öll var innan sömu múra. 130 varðturnar höfðu þá verið reistir hringinn í kring. Borgarhliðin voru 7 samanlagt, þaðan sem hægt var að komst í allar áttir. Á 16. og 17. öld var turnum bætt við og múrarnir endurbættir. Þá voru einnig í fyrsta sinn settar fallbyssur á vissa staði. Allur þessi varnarbúnaður sannaði sig í gegnum tíðina, sérstaklega í 30 ára stríðinu. Engum her tókst að komast inn fyrir múrana og slapp Nürnberg því við eyðileggingu allra stríða. Frakkar gengu reyndar bardagalaust í borgina 1796, en þá var búið að semja um komu þeirra. Eina undantekningin var bandaríski herinn, sem þurfti að heyja harða skotbardaga í lok heimstyrjaldarinnar síðari til að ná borginni úr höndum nasista. Í dag er öll miðborgin nánast umvafinn múrum. Hér og þar eru komin göt. Það stærsta er 310 metra breitt. 71 varðturn standa enn og nokkur borgarhlið. Þetta er stærsta samhangandi borgarmúr, ásamt turnum og hliðum í stórborg í Þýskalandi og reyndar í Miðevrópu allri.

Fyrirmynd greinarinnar var „Stadtmauer (Nürnberg)“ á þýsku útgáfu Wikipedia. Sótt janúar 2010.