Borgarhjól

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Dæmigert borgarhjól frá Hollandi

Borgarhjól er reiðhjól sem er hannað til notkunar við þéttbýlisaðstæður, þar sem er malbik og/eða gangstéttir, en eru ekki útbúin til hjólreiða á grófu undirlagi, eins og t.d. fjalllendi. Borgarhjól eru mun veikbyggðari en fjallahjól og hafa mjórri og sléttari dekk með grynnri rákum, og eru því einnig mun ódýrari. Við þéttbýlisaðstæður getur verið áreynsluminna að hjóla þeim en fjallahjólum sökum þess hve létt þau eru. Borgarhjól hafa gjarnan bögglabera að aftan, nokkuð sem finnst yfirleitt ekki á fjallahjólum eða götuhjólum.