Borgakeppni Evrópu (handknattleikur)
Borgakeppni Evrópu (EHF City Cup) var Evrópukeppni fyrir félagslið karla og kvenna sem haldin var um nokkurra ára skeið á tíunda áratug tuttugustu aldar. áskorendakeppni Evrópu var stofnuð á grunni hennar árið 2000.
Borgakeppnin var fjórða Evrópukeppnin fyrir félagslið ásamt Evrópukeppni meistaraliða, Evrópukeppni bikarhafa og Evrópukeppni félagsliða og jafnframt sú sem lægst var skrifuð. Mótið var fyrst haldið veturinn 1993-94 og síðast veturinn 1999-2000. Eftir að öflugri handknattleiksþjóðir álfunnar fengu að senda fleiri en eitt lið í Evrópukeppni meistaraliða (Meistaradeildina) var Borgakeppnin lögð niður. Áskorendakeppni Evrópu tók við hlutverki hennar, en stekari lönd á borð við Þýskaland og Spán taka ekki þátt í henni.
Þjóðverjar áttu lið í úrslitum Borgakeppninnar í karlaflokki öll sjö skiptin sem hún var haldin og sigurðu sex sinnum. Norska liðið Drammen sigraði veturinn 1995-96.Í kvennaflokki var dreifingin jafnari, þar sem lið frá fimm þjóðum skiptu með sér titlunum sjö.
Íslensk lið í borgakeppni Evrópu
[breyta | breyta frumkóða]Karlar
[breyta | breyta frumkóða]- 1993-94, FH, 16-liða úrslit
- 1994-95, Haukar, 8-liða úrslit
- 1995-96, Afturelding, 8-liða úrslit
- 1996-97, Haukar, 16-liða úrslit
- 1997-98, Afturelding, 8-liða úrslit
- 1998-99, ekkert þátttökulið
- 1999-00, ekkert þátttökulið