Borðtennisfélagið Örninn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Borðtennisfélagið Örninn er íslenskt borðtennisfélag sem var stofnað 23. apríl 1970. Tveimur árum síðar, 1972 var félagafjöldinn orðinn 100 og þá var keypt vélmenni sem skýtur út borðtennisboltum. Heimavöllur félagsins var þá í Laugardalshöllinni.[1] Félagið vann efstu deild karla og kvenna þrisvar, þar sem karlaliðið vann árin 1973, 1974 og 1975 en kvennaliðið vann árin 1976, 1977 og 1983.[2]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Ernirnir æfa gegn vél í borðtennis! Vísir, 216. Tölublað (22.09.1972), Blaðsíða 10
  2. Íslandsmeistaratal 1971-2011[óvirkur tengill] Borðtennisamband Íslands