Blóðbaðið á Haymarket

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þekktasta mynd af blóðbaðinu á Haymarket. Þessi mynd er ónákvæm, sprengjan sprakk ekki þegar ræðan var haldin

Blóðbaðið á Haymarket vísar til sprengjuárásar sem var gerð 4. maí 1886 á Haymarket torgi í borginni Chicago í Bandaríkjunum. Þar fór þá fram friðsamlegur samstöðufundur með verkamönnum sem voru í verkfalli þar sem þeir kröfðust átta klukkustunda vinnudags. Þá var varpað dínamítsprengju að lögreglu sem reyndi að dreifa mannfjöldanum. Sprengjan sprakk og það létust sjö lögreglumenn og að minnsta kosti fjórir óbreyttir borgarar en auk þessu slösuðust margir.

Í réttarhöldum í framhaldi af þessari árás voru átta stjórnleysingjar sakaðir um samsæri.