Blálandsdrottning

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Blóm Blálandsdrottningar

Blálandsdrottning eða Edzell Blue er best þekkta afbrigðið af bláum kartöflum. Það er þekkt frá 19. öld en var fyrst skráð árið 1915 í Bretlandi. Það heitir eftir þorpinu Edzell í Skotlandi. Blálandsdrottning er hnöttótt með djúp augu og ljóst mjölmikið kjöt og springur auðveldlega við suðu. Hún hefur lítið þol gegn kartöflumyglu.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.