Fara í innihald

Blaðgull

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gullmoli sem er 5 mm í þvermál getur orðið að hálfum fermetra af blaðgulli.

Blaðgull er gull sem hefur verið hamrað og rúllað þar til það er aðeins um 0,1 μm á þykkt.[1] Blaðgull er aðallega notað í gyllingar. Hægt er að fá blaðgull af ýmsum hreinleika og í ýmsum stærðum. Algengast er 22 karata gull, en ætigull sem er notað í mat og drykk (merkt E 175) þarf að vera minnst 23 karöt.[2] Aðferðin við að gera blaðgull var fundin upp í Egyptalandi hinu forna fyrir um 5000 árum.[3]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Vilfranc, Jenifer M. (1999). Elert, Glenn (ritstjóri). „Thickness of gold leaf“. The Physics Factbook. Sótt 5. mars 2022.
  2. „Scientific Opinion on the re-evaluation of gold (E 175) as a food additive“. EFSA Journal (enska). 14 (1): 4362. 2016. doi:10.2903/j.efsa.2016.4362. ISSN 1831-4732.
  3. Nicholson, Eric D. (desember 1979). „The ancient craft of gold beating“. Gold Bulletin. 12 (4): 161–166. doi:10.1007/BF03215119.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.