Blöndulón

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Blöndulón er uppistöðulón sem myndaðist þegar vatnsaflsvirkjun, Blönduvirkjun var reist í Blöndu 1984-1991. Blöndulón er dýpst 39 m. Það er á Eyvindarstaðaheiði og Auðkúluheiði, nálægt Kili og um 25 km frá Hveravöllum. Það er 57 km² að flatarmáli.

Blöndulón