Orðabók Blöndals

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Blöndalsbókin)

Orðabók Blöndals er íslensk-dönsk orðabók, útgefin á árunum 1920-1924. Höfundar hennar voru hjónin Sigfús Blöndal og Björg C. Þorláksson, en þrátt fyrir það er hún alltaf nefnd Orðabók Blöndals eða Blöndalsbókin. Aðrir aðstoðarmenn hjónana voru Jón Ófeigsson og Holger Wiehe. Vinna við orðabókina hófst árið 1904 og í henni eru flest þau orð sem notuð voru í íslenskri tungu frá því um árið 1800. Orðabók Blöndals er enn þann dag í dag víðfeðmasta orðabók sem út hefur komið og inniheldur útskýringar á íslenskum orðum, orðatiltækjum og málsháttum.

Orðabók Blöndals er ekki hægt að nota sem stafsetningaorðabók, því nú gilda aðrar reglur um stafsetningu en þegar hún var samin. Auk þess tilgreinir Blöndal oft mismunandi rithátt og fer þá eftir þeim bókum, sem orðteknar hafa verið, en þær geta vitanlega staðið á ólíku stigi að þessu leyti.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi bókmenntagrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.