Fara í innihald

Blóðskel

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tegillarca granosa

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Lindýr (Mollusca)
Flokkur: Samlokur (Bivalvia)
Undirflokkur: Pteriomorphia
Ættbálkur: Arcoida
Ætt: Byrðuætt (Arcidae)
Ættkvísl: Tegillarca
Tegund:
T. granosa

Tvínefni
Tegillarca granosa
Linnaeus, 1758[1]
Samheiti
  • Anadara granosa (Linnaeus, 1758)

Blóðskel (fræðiheiti: Tegillarca granosa eða Anadara granosa) er þykk, hörð og egglaga skel sem finnst aðallega í Asíu.

Eins og flestar skeljar þá er hún í tveimur hlutum og fremst á henni er op sem virkar eins og munnur. Yfirborð hennar er rifflað í svipuðu lagi eins og bárujárn eða eins og litlar öldur og á öldunum eru örsmáar perlur. Hver hlið er með 15 til 20 rif og geta bilin á milli þeirra verið verulega ólík í breidd. Þegar skelin sjálf er skoðuð sést að utan er hún með blandaða lita samsetningu af gulbrúnum og hvítum lit en innan í er hún skjannahvít. Þegar litið er inn í skelina sést að innviði hennar eða vöðvinn er yfirleitt appelsínugulur eða rauðleitur og er það þess vegna að skelin er kölluð Blóðskel. Rauði liturinn er í raun blóðrauða sem er sama efni sem litar blóð í mönnum. Blóðrauðinn aðstoðar súrefnisflutning skeljarinar og kemur kerfið sem skelin hefur tileinkað sér vel til þess að búa við súerfnisskertar aðstæður.

Lifnaðarhættir

[breyta | breyta frumkóða]

Blóðskelin lifir á grunnsævi en getur hún fundist allt niður að 20 metra dýpi en hennar helstu heimkynni eru fjörur og upp við strendur. Skelin leitar í botna sem eru mjög leirkenndir eða drullugir þar sem hún getur komist hjá of miklum raka þegar hún er í undanhaldi eða lokum og leitar hún að auki í svæði sem eru seltu lítil en þrátt fyrir það er skelin fundin á seltubilinu 14ppt til 30ppt og er kjörhitastig hennar 20 til 30 gráður. Helsta stærð skélarinar ef hún er mæld lárétt þá er hún í kringum 6cm en mest lengd hennar getur verið hátt upp í 9cm. Helsta fæða skeljarinnar er að mestu það sem hún finnur á botninum þar sem hún heldur sig. Einn mikilvægasti næringarþáttur skeljarinnar er grot sem er lífrænn úrgangur úr sundruðum lífverum og saur. Þess vegna mætti kalla Blóðskelina grotætu og finnast svoleiðis ætur í flestum vistkerfum jarðar. Að auki lifir hún á plöntu- og svifþörungum en þegar skoðað var í þarma skeljarinar samkvæmt FAO voru næringarefnin þar um 98% grot. Blóðskelin æxlast frá ágúst til febrúar eða alveg yfir hálfs árs skeið. Talið er að Blóðskelin verði kynþroska rúmmlega eins árs til rúmlega tveggja ára en það er ekki nákvæmlega vitað. Hver kvenkyns skel getur hryngt allt frá 518,400 til 2,313,200 eggjum í hverri hrygningu en ekki er vitað hversu oft hver skel hrygnir á hryngingar tímabilinu. Skelina er að finna í Indlandshafi, Rauðahafi og Kyrrahafi. Hún er vel útbreidd tegund og finnst hún allt frá austurströnd Afríku, meðfram allri Asíu og alveg til Ástralíu.

Markaðir, menning og afurðir

[breyta | breyta frumkóða]

Blóðskelin er verulega vinsæl í matarmenningu margra Asíu landa og þar af meðal Kína, Taílandi, Víetnam og Malasíu. Hún er yfirleitt soðin, djúpsteikt og notuð í súpur. Ekki er óalgeng sjón ef gengið er eftir verslunargötum sjávarþorpa í þessum löndum að maður finni Blóðskel til sölu í margskonar réttum. Þrátt fyrir að vera veidd mest í Kína er talað um að hún sé rosalega stór þáttur í sjávarútvegi Malasíu. Á vestur Malasíuskaganum í fiskisamfélögnunum Penang, Perak og Selangor er Blóðskelin mjög mikilvæg fyrir iðnaðinn á þeim svæðum og er hún ræktuð upp eftir allri vesturströnd Malasíu. Þrátt fyrir að línurit 1 sýnir ekki mikinn mun á Tælandi og Malasíu þegar það kemur að afla Blóðskelja þá flytur Malasía inn Blóðskel til Tælands í miklu magni ár hvert og fer sú tala hækkandi. Má mögulega gera ráð fyrir því að Malasía er að veiða meira en það kemur fram í gögnum FAO þar sem mikið af fólki stundar þetta í mörgum sjávarplássum og eru ekki endilega að gefa upp neinar aflatölur.

Veiðar á Blóðskel

[breyta | breyta frumkóða]
Samfelldur afli af Blóðskel frá 1950 til 2013

Blóðskeljar eru veiddar með því að nota sérstakt veiðarfæri sem er hálfgerður vír með neti á á botninum og virkar það í útliti eins og mjög langur háfur eða ausa. Hann er beittur með því að láta hann í drullugann botninn þar sem skelin heldur sig og reynir sá sem beitir veiðarfærinu að fara varlega og eins djúpt og hann nær í botninn til þess að fanga skeljarnar. Síðan er þeim safnað saman í bala. Þrátt fyrir að skelin sé algengust um 6cm þegar hún er orðinn fullorðin þá er byrjað að veiða þær þegar þær hafa náð 2,4cm til 3cm í stærð.

Samkvæmt gagnagrunni Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna var tæplega 500.000 tonn af Blóðskel veidd á árinu 2013. Eins og sést á myndinni hér til hliðar eru Kínverjar lang stærsta veiðiþjóðin þegar það kemur að Blóðskel og á síðustu árum hafa þeir veitt um það bil 60% af því sem veitt hefur verið í heiminum síðustu ár. Eins og sést hafa veiðarnar aukist síðustu áratugi og má mögulega rekja það til eftirspurnar markaða. Það sem kom á óvart þegar var farið yfir gagnagrunn FAO er það að það voru aðeins 8 þjóðir sem höfðu stundað veiðar á skelinni frá 1950 til 2013 og eru það Kína, Malasíu, Taílandi, Indónesíu, Suður-Kóreu, Tævan, Kambódíu og Rússlandi.

Ætti Ísland að veiða Blóðskel?

[breyta | breyta frumkóða]

Blóðskel er ekki erfið til eldis ef aðstæður og umhverfið mæta kröfum hennar. Eins og áður hefur komið fram er kjörhitastig hennar 20 til 30 gráða og kjörseltan er frá 14ppt til 30ppt. Ef við skoðum þessar tölur getum við strax útilokað rækt á henni í sjó við Ísland þar sem sjórinn er alltof kaldur. En við gætum samt skoðað möguleikann á því að ef íslendingar hefur áhuga á því að rækta hana þá væri eini möguleikinn landeldi. Ísland hefur nóg af heitu vatni í jörðinni til þess að mæta kröfum skeljarinar svo væri auðveldara að stjórna seltustiginu. Aftur á móti er líka spurning hvort það væri hagkvæmt. Það eru stórir markaðir í Asíu fyrir skelina en myndi það borga sig að byggja landeldi og flytja hana síðan yfir hálfan hnöttinn á markað? Verðið á hvert kíló gæti hríðfallið við flutningskostnað og ef það væri ætlast til þess að það yrði einhver arður að henni þá þyrfti Ísland að framleiða mörg þúsund tonn sem myndi þýða að landeldi þyrfti að vera rosalega stór og kostnaðar samt. Þannig ráðlegging skýrsluhöfundar er að Íslendingar ættu ekki að fara í eldi á Blóðskel.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Tegillarca granosa (Linnaeus, 1758)“. World Register of Marine Species. Sótt 24. janúar 2016.