Blóðeitrun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Blóðeitrun, öðru nafni sýklasótt, er alvarlegur sjúkdómur með háa dánartíðni og stígandi tíðni tilfella.

Tugir látast úr blóðeitrun árlega. Áætlað er að 50 - 60 Íslendingar látist árlega af völdum sýklasóttar. Fleiri látast af völdum blóðeitrunar á vesturlöndum heldur en úr brjósta- og ristilkrabbameinum samanlagt.

Undanfarin ár hefur dánartíðni aukist samhliða því að tilfellum hefur fjölgað. Ekki er vitað með vissu hvað veldur stígandi fjölda tilfella en vaxandi ónæmi fyrir sýklalyfjum er helst nefnt þar til.


Sýkingin getur orðið ef einhver stingur sig, til að mynda á ryðguðum nagla og síðan kemur rák. En hún getur líka komið út frá lungnabólgu, liðsýkingum, þvagfærasýkingum og fleiri sýkingum.