Bjarkalundur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hótel Bjarkalundur.

Bjarkalundur er staður þar sem sumarhótel er rekið í Berufirði í Reykhólasveit. Hótel Bjarkalundur er elsta sumarhótel landsins en menn stoppuðu á leiðinni milli Vestfjarða og Reykjavíkur. Það var stofnað 1947. Yfir hótelinu tróna Vaðalfjöll og allt í kring er birkikjarr eins og víðar í Reykhólasveitinni.

Hótel Bjarkalundur er líklegast þekktast fyrir að vera upptökustaður Dagvaktarinnar, grínþáttaraðar með Jóni Gnarr og fleirum.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]