Bjargarstígur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Séð niður Bjargarstíg að næturlagi. Myndin er tekin efst í götunni, á horni Bjargarstígs og Óðinsgötu. Hornhúsið er Bjargarstígur 16.
Heilmannsbær (Bjargarstígur 17) er annar steinbæja við Bjargarstíg. Myndin er tekin í júní 2009

Bjargarstígur er gata í Þingholtunum í Reykjavík á milli Óðinsgötu og Grundarstígs. Bjargarstígur tekur við af Freyjugötu og nær að Skálholtsstíg.

Bjargarstígur er með eldri götum í Reykjavík. Gatan kemur fyrst fyrir í manntali 1903. Heiti götunnar er ýmist talið frá Sigurbjörgu Sigurðardóttur sem bjó á Bergstaðastræti 22 eða að gatan hafi upprunalega heitið Bjarga-stígur og þá vísað til þess að það var grjótnám í neðanverðu Skólavörðuholti. Hús Sigurbjargar er steinbær sem stendur á horninu á Bjargarstíg og Bergstaðastræti.

Hús við Bjargarstíg[breyta | breyta frumkóða]

Heimild[breyta | breyta frumkóða]