Bjúga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Bjúga [1] (ítroðningur eða sperðill) er sver pylsa úr (ódýru) kjötdeigi, söltuð og reykt. Á Þorláksmessu áður fyrr var það stundum tíðkað í sveitum að borða bjúgu til miðdegisverðar.

Um beygingu orðsins bjúga[breyta | breyta frumkóða]

Í orðabók Eddu er orðið bjúga sagt tvíkynja, þ.e. hvorugkyns og kvenkyns, það bjúgað og þau bjúgun, svo og hún bjúgan og þær bjúgurnar. Flestum er þó ótamt að hafa orðið í kvenkyni, og lang flestir hafa í áranna rás talað um bjúga í hvorugkyni. Sumum þykir og ágætt að muna að orðið bjúga beygist í hvorugkyni eins og orðið auga. [2]

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Beygingarlýsing íslensks nútímamáls
  2. Morgunblaðið 1980[óvirkur tengill]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi matar eða drykkjargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.