Björn Malmquist

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Björn Malmquist er fréttaritari Ríkisútvarpsins í Bandaríkjunum. Hann er fæddur á Akranesi 1964 og lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum á Akranesi árið 1985. Lauk BS-prófi frá Háskóla Íslands 1992 og MA-prófi í fjölmiðlafræði frá Wayne ríkisháskólanum í Detroit, Michigan árið 1997. Hann hefur starfað sem blaðamaður á ýmsum miðlum, meðal annars sem útvarpsmaður á fréttastöð í Bandaríkjunum.Björn tók við stöðu forstöðumanns Ríkisútvarpsins á Austurlandi sumarið 2002 og gengdi því fram til maí 2005 þegar hann flutti til Bandaríkjanna. Björn Malmquist er kvæntur Kristínu Briem, sjúkraþjálfara og doktorsnema við ríkisháskólann í Delaware. Börn þeirra eru Finnur Helgi Malmquist (f. 1997) og Edda Katrín Malmquist (f. 1999).

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.