Björk (verslun)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Tóbaks- og gjafavöruverslunin Björk var stofnuð árið 1928[1] og hefur verið að Bankastræti 6 frá upphafi. Hún gekk upphaflega undir nafninu Bristol, en stofnandi hennar var Guðjón Jónsson bryti. Verslunin var í fyrstu tóbaks- og sælgætisverslun og auk þess voru seld þar frímerki en með tímanum varð hún allt meiri tóbaksverslun en nokkuð annað.[2] Verslunin er nú í eigu Sölva Óskarssonar, athafnamanns og fótboltaþjálfara.

Eitt og annað[breyta | breyta frumkóða]

  • Sölvi hefur stundum reynt að fara óvenjulega leiðir við að auglýsa verslun sína vegna auglýsingabanns á tóbaksvörum. Ein auglýsing hljóðaði þannig: „Eldspýtur til sölu ásamt fylgihlutum. Verslunin Björk, Bankastræti“. Auglýsingin fékkst ekki birt.[3]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi fyrirtækjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.