Birna Guðrún Friðriksdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Birna Guðrún Friðriksdóttir fæddist í Brekku í Svarfaðardal 10. nóv. 1924 en lést á Dalbæ, Dalvík 2011. Birna ólst upp á Hverhóli í Skíðadal með foreldrum sínum Svanfríði Gunnlaugsdóttur og Friðriki Jónssyni ásamt með 6 systkinum. Árið 1949 giftist Birna Halldóri Hallgrímssyni á Melum í Svarfaðardal. Þar bjuggu þau hátt í þrjá áratugi þar til þau hættu búskap og settust að á Dalvík og síðar á Akureyri. Birna var hagyrðingur og ljóðskáld og samdi auk þess sönglög. Ljóðabókin Grýtt var gönguleiðin kom út 1995 og er skáldsaga í bundnu máli um ævi förukonu. Bókin inniheldur yfir eitt þúsund ferhendur, mismunandi að formi. Önnur bók hennar kom út 2018, Melgras, með yfir 100 ljóðum og lausavísum. Ljóð eftir hana hafa einnig birst í blöðum og tímaritum.