Birna Arnbjörnsdóttir
Birna Arnbjörnsdóttir (f. 1952)[1] er prófessor í annarsmálsfræðum við Háskóla Íslands, forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum[2] og deildarforseti mála- og menningardeildar.[3][4]
Ferill
[breyta | breyta frumkóða]Birna lauk BA prófi í ensku og frönsku frá Háskóla Íslands árið 1976, meistaraprófi frá Háskólanum í Reading í Englandi árið 1977 og doktorsprófi í almennum málvísindum frá Texasháskóla í Austin, árið 1990.[5] Frá 1988 til 2000 var Birna lektor og síðar dósent og deildarstjóri kennaradeildar í ensku fyrir útlendinga við Notre Dame College í New Hampshire og kenndi jafnframt málvísindi og enska ritun við Háskólann í New Hampshire, Southern Maine háskóla og St. Anselm háskóla í Bandaríkjunum. Árið 2000 var Birna ráðin til Háskóla Íslands, fyrst sem lektor, síðan dósent og sem prófessor í annarsmálsfræðum frá árinu 2008.[6]
Birna hefur sinnt kennslu í málvísindum, annarsmálsfræðum, leiðbeint á sjötta tug meistaraverkefna og sex doktorsverkefna sem öll tengjast fræðasviðum Birnu.
Rannsóknir og verkefni
[breyta | breyta frumkóða]Rannsóknir Birnu hafa einkum beinst að mótum tungumála, tvíyngi og fjöltyngi einstaklinga og samfélaga auk íslensku sem erfðarmáli.[7] Doktorsverkefni Birnu fjallaði um þróun flámælis í vesturíslensku með sérstöku tilliti til félagslegra þátta. Ritgerðin kom út hjá University of Manitoba Press árið 2006.[8] Birna hefur verið virk í rannsóknum og útgáfu á erfðarmálum sérstaklega vesturíslensku,[9][10][11] m.a verið einn af stjórnendum alþjóðlegs rannsóknarnets um erfðarmál, WILA.[12] Birna hlaut ásamt Höskuldi Þráinssyni RANNÍS styrk til verkefnisins: Heritage Language, Linguistic Change and Cultural Identity[13] en afrakstur þess verkefnis kom út í bókinni Sigurtungu[14] í lok árs 2018 sem þau Höskuldur ritstýra ásamt Úlfari Bragasyni.[15]
Rannsóknarverkefni Birnu og Hafdísar Ingvarsdóttur um áhrif ensku á Íslandi, English as a Lingua Franca in Icelandic in a Changing Linguistic Environment, var einnig styrkt af Rannís[5] en niðurstöður þeirrar rannsóknar bentu til mikilla enskuáreita í íslensku samfélagi og ofmats málhafenda á enskukunnáttu sem leiðir til vandkvæða í námi og starfi.[16][17][18][19][20][21][22][23] Birna er einn af forsvarsmönnum alþjóðlegs rannsóknarnets, PRISEAL um ritun og útgáfu fræðigreina á ensku og áhrif þess á þekkingarsköpun.[24][25][26] Birna er einnig þátttakandi í öndvegisverkefni um áhrif ensku á íslensku í stafrænum heimi.[27]
Birna hefur stýrt þróun Icelandic Online[28] frá upphafi. Vefurinn felur í sér 6 námskeið með yfir 5000 námsviðföng á 5 færnistigum. Námskeiðin eru aðgengileg í tölvum og snjalltækjum, gjaldfrjáls og öllum opin.[29][30][31][32] Icelandic Online hefur stuðlað að bættu aðgengi að íslenskukennslu um allan heim og hefur hlotið mjög góðar viðtökur. Icelandic Online fékk viðurkenningu mennta- og menningarmálaráðherra fyrir framlag þess til íslensks máls árið 2014.[33] Auk þess hefur verkefnið fengið Hagnýtingarverðlaun Háskóla Íslands og viðurkenningu Íslenskrar málnefndar árið 2019.[34][35] Aðferðafræði og tæknihluti Icelandic Online hefur verið nýttur til að þróa Faroese Online[36] og Finland Swedish Online.[37]
Þá hefur Birna tekið þátt í verkefnum á sviði máltækni ásamt Hannesi Högna Vilhjálmssyni, Icelandic Language and Culture Training in Virtual Reykjavík, þar sem sýndarveruleiki er nýttur til tungumálanáms.[38]
Nýjustu rannsóknir Birnu eru framhald fyrri rannsókna. Annars vegar stýrir Birna verkefninu Mót vestnorænna tungumála ásamt Auði Hauksdóttur sem skoðar dönsku og ensku í sambýli við grænlensku, færeysku og íslensku. Verkefnið er styrkt af Nordplus – sprog. Hitt verkefnið er þróun og prófun nýrrrar aðferðarfræði í enskri akademískri ritun og læsi á háskólastigi sem er sérstaklega ætlað nemendum sem þurfa að tileinka sér námsefni á ensku.[39][40][41][42]
Ýmis stjórnunar- og félagsstörf
[breyta | breyta frumkóða]Birna hefur tekið þátt ýmsum stjórnunar- og félagsstörfum. Í Bandaríkjunum tók hún þátt í að byggja upp menntun fyrir innflytjendur til New Hampshire. Hún átti sæti í fjölda nefnda og stjórna sem vörðuðu kennslu ensku sem annars máls m.a. New Hampshire Department of Education Ad Hoc Committee on Multicultural Affairs (1989-1991); New Hampshire Professional Standards for Teachers Task Force (1999-2000); Nashua, New Hampshire Title VII Advisory Council (1991); Manchester, New Hampshire Title VII Advisory Council (1992); New Hampshire Task Force on Diversity in the Health and Human Resources Sector (1998-2000).[5]
Birna var formaður félags kennara í ensku sem öðru máli í Norður Nýja Englandi frá 1998-2000[43] og fulltrúi þeirra hjá alþjóðlegum samtökum, TESOL.[44] Birna er höfundur fyrstu námskrár í íslensku sem erlendu mál (1999)[45] og er brautriðjandi á sviði fagtengdrar tungumálakennslu gegnum fyrirtæki sitt Fjölmenningu í samstarfi við íslensk stéttarfélög.[46][47][48] Birna er einn af stofnendum félagsins Móðurmál sem hefur það að markmiði að efla móðurmálsfærni barna sem flytjast til Íslands.[49][50]
Birna var fulltrúi Hug- og félagsvísinda í Háskólaráði 2006-2008, átti sæti í stjórn Landsbókasafns Íslands/Háskólabókasafns 2006-2008[51] og í stjórn Reiknistofnunar Háskóla Íslands 2012-2016. Birna hefur átt sæti í stjórn Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum frá 2010 en innan vébanda hennar er Alþjóðleg tungumálamiðstöð sem er UNESCO miðstöð II. Hún varð formaður stjórnar SVF og forstöðumaður 2018.[2]
Birna er eigandi og starfandi stjórnarformaður RASK, fyrirtækis í máltækni sem sérhæfir sig í tungumálakennslu með tölvum.
Einkalíf
[breyta | breyta frumkóða]Foreldrar Birnu voru þau Arnbjörn Ólafsson (1922-2001) og Erna Vigfúsdóttir (1929-2019) kaupmenn í Keflavík þar sem Birna ólst upp. Birna á fjögur börn[1] og fimm barnabörn.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 „Mbl.is. (2005, 5. nóvember). Myndrænt og skemmtilegt“. Sótt 24. október 2019.
- ↑ 2,0 2,1 „Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Stjórn“. Sótt 24. október 2019.
- ↑ Háskóli Íslands. Mála- og menningardeild. Sótt 24. október 2019.
- ↑ Háskóli Íslands. (2019). Nýir deildarforsetar við Háskóla Íslands. Sótt 24. október 2019.
- ↑ 5,0 5,1 5,2 „Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Birna Arnbjörnsdóttir“. Sótt 24. október 2019.
- ↑ Háskóli Íslands. Birna Arnbjörnsdóttir. Prófessor annarsmálfræði Geymt 14 júní 2021 í Wayback Machine. Sótt 24.október 2019.
- ↑ Google Scholar. Birna Arnjornsdottir.
- ↑ 2006. North American Icelandic: The Life of a Language. University of Manitoba Press.
- ↑ 2015. Arnbjörnsdóttir, B. Reexamining Icelandic as a Heritage Language in North America. In Germanic Heritage Languages in North America: Acquisition, attrition and change. Edited by Janne Bondi Johannessen and Joseph C. Salmons [Studies in Language Variation 18], pp. 72–93.
- ↑ 2015. Birna Arnbjörnsdóttir & Michael Putnam. Minimum Interface Domains: Long Distance Binding in North American Icelandic. In B. Richard Page and Michael T. Putnam, (Eds.) Moribund Germanic Heritage Languages in North America: Theoretical Perspectives and Empirical Findings, pp. 203-224. Amsterdam: Brill.
- ↑ 2018. Arnbjörnsdóttir, B., Þráinsson H., and Nowenstein, Í.E. V2 and V3 Orders in North-American Icelandic. Journal of Language Contact 11, 379-412.
- ↑ Workshop on immigrant languages in the Americas Geymt 26 febrúar 2021 í Wayback Machine. Sótt 24. október 2019.
- ↑ Háskóli Íslands. Málvísindastofnun. (2016). Mál, málbreytingar og menningarleg sjálfsmynd Geymt 14 september 2017 í Wayback Machine. Sótt 24. október 2019.
- ↑ Háskólaútgáfan. Sigurtunga Geymt 25 október 2019 í Wayback Machine. Sótt 24. október 2019.
- ↑ 2018. Sigurtunga í sögu og brag: Um vesturíslenskt mál og menningu. Birna Arnbjörnsdóttir, Höskuldur Þráinnson og Úlfar Bragason (Eds). Reykjavík: Háskólaútgáfan.
- ↑ 2011. Arnbjörnsdóttir, Exposure to English in Iceland: A Quantitative and Qualitative Study Geymt 25 október 2019 í Wayback Machine. In Netla - Menntakviku 2011. Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Sótt 24. október 2019.
- ↑ 2017. Arnbjörnsdóttir, B. Preparing EFL students for university EMI Programs: The hidden challenge. In Fjeld, Hagen, Henriksen, Johannsen, Olsen & Prentice (eds.). Academic language in a Nordic setting – linguistic and educational perspectives. Oslo Studies in Language, 9(1).
- ↑ 2019. Arnbjörnsdóttir, B. Supporting Nordic Scholars Who Write in English for Research Publication Purposes. In Corcoran, Englander and Muresan (Eds.) Pedagogies and Policies on Publishing Research in English: Local Initiatives Supporting International Scholars. London: Routledge.
- ↑ 2007. Birna Arnbjörnsdóttir og Hafdís Ingvarsdóttur (ritstj.). Teaching and Learning English in Iceland Geymt 21 ágúst 2019 í Wayback Machine. Reykjavík. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur, Háskólaútgáfan.
- ↑ 2013. Arnbjörnsdóttir, B., & Ingvarsdóttir, H. Það er gífurleg áskorun að þurfa að vera jafnvígur á að skrifa fræðigreinar á tveimur tungumálum. Ritið 3, 2013, 69-86.
- ↑ 2015. Arnbjörnsdóttir, B., & H. Ingvarsdóttir. Simultaneous Parallel Code Use: Using English in University Studies in Iceland. In Anne H. Fabricius & Bent Preisler (Eds)., Transcultural Interaction and Linguistic Diversity in Higher Education: The Student Experience. London: Palgrave.
- ↑ 2018. Language Development across the Life Span: English in Iceland. Birna Arnbjörnsdóttir & Hafdís Ingvarsdóttir (Eds). Educational Linguistics Series, Berlin: Springer.
- ↑ 2013. Ingvarsdóttir, H., & Arnbjörnsdóttir, B. ELF and Academic Writing: A Perspective from the Expanding Circle. Journal of English as a Lingua Franca, 1(2).
- ↑ 2017. Arnbjörnsdóttir, B. & Ingvarsdóttir, H. The issues of identity and voice: Writing English for Research Purposes in the semi periphery. In Global Academic Publishing: Policies, Practices, and Pedagogies. Mary Jane Curry & Theresa Lillis (Eds). Part of the series Studies in Knowledge Production and Participation, Multilingual Matters, Clevedon, UK.
- ↑ 2019. Cargill, M., Arnbjörnsdóttir, B., & Burgess, S. (Eds.) Writing and Publishing Scientific Research Papers in English.
- ↑ Vigdís Finnbogadóttir Institute of foreign languages. PRISEAL 2018. Geymt 14 júní 2021 í Wayback Machine. Sótt 24. október 2019.
- ↑ MOLICODILACO. Modeling the Linguistic Consequences of Digital Language Contact. Sótt 24. október 2019.
- ↑ Icelandic online. Sótt 24. október 2019.
- ↑ 2004. Teaching Morphologically Complex Languages Online: Theoretical Questions and Practical Answers. In Peter Juul Hendrichsen (ritstj.) CALL for the Nordic Languages. Copenhagen Studies in Language. Copenhagen: Samfundslitteratur.
- ↑ 2006. Orðabækur, málfræðigrunnar og netkennsla. Orða og tunga 8. Orðabók Háskólans.
- ↑ 2008. Kennsla tungumála á netinu: Hugmyndafræði og þróun Icelandic Online Hrafnaþing 5. árg.
- ↑ 2008. Birna Arnbjörnsdóttir og Matthew Whelpton (ritstj.) Open Source and Language Teaching. Reykjavík: Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur/Háskólaútgáfan.
- ↑ Stjórnarráð Íslands. (2014). Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu 2014. Sótt 24. október 2019.
- ↑ Háskóli Íslands. (2019). Íslensk málnefnd verðlaunar Vísindavefinn og Icelandic Online. Sótt 24. október 2019.
- ↑ Íslensk málnefnd. Viðurkenning Íslenskrar málnefndar 2019 Geymt 25 október 2019 í Wayback Machine. Sótt 24. október 2019.
- ↑ Faroese Online Geymt 13 október 2019 í Wayback Machine. Sótt 24. október 2019.
- ↑ Finland Swedish Online. Sótt 24. október 2019.
- ↑ Bédi, B., Arnbjörnsdóttir, B., Vilhjálmsson, H. H., Helgadóttir, H. E., Ólafsson, S. og Björgvinsson, E. (2016). Learning Icelandic language and culture in Virtual Reykjavik: starting to talk Geymt 25 október 2019 í Wayback Machine. Sótt 24. október 2019.
- ↑ 2015. Ingvarsdóttir, H., & Arnbjörnsdóttir, B. English in a new linguistic context: Implications for higher education. In S. Dimova, A. Hultgren and Ch. Jensen (Eds.), The English Language in Teaching in European Higher Education, 2014. Berlin: Mouton Gruyter.
- ↑ 2014. Arnbjörnsdóttir, B., & Prinz, P. An English Academic Writing Course for Secondary Schools: A Pilot Study Geymt 25 október 2019 í Wayback Machine. Netlu- Vefriti um Uppeldi og menntun, Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Ásamt Patriciu Prinz.
- ↑ 2017. Arnbjörnsdóttir, B. & Prinz, P. From EFL to EMI: Developing writing skills for the Humanities. ESP Today. 5(2), 5-23.
- ↑ 2020. The Art and Architecture of Academic Writing: A Gateway to Genres Geymt 25 október 2019 í Wayback Machine. Patricia Prinz & Birna Arnbjörnsdóttir. Amsterdam: John Benjamins.
- ↑ NNETESOL. Northern New England TESOL Geymt 25 október 2019 í Wayback Machine. Sótt 24. október 2019.
- ↑ [www.tesol.org Tesol. International association]. Sótt 24. október 2019.
- ↑ Aðalnámskrá grunnskóla. Íslenska. 1999. Sótt 24. október 2019.
- ↑ 2006. The HB Grandi Experiment: A Workplace Language Program. In “Second Languages at Work”. Karen-Margrete Frederiksen, Karen Sonne Jakobsen, Michael Svendsen Pedersen og Karen Risager (ritstj.). IRIS Publications 1. Roskilde University.
- ↑ 2007a. Samfélag málnotenda: Íslendingar, innflytjendur og íslenskan. Ritið 7. árg., 1/2007. Reykjavík: Hugvísindastofnun, bls. 63-83.
- ↑ 2007b. Islandsk som andet sprog – et forskningsfelt under udvikling. NORAND. Nordisk tidskrift for andrespraksforskning, árg. 2.1.
- ↑ Ragna Gestsdóttir. (2019, 16. maí). Móðurmál – Samtök um tvítyngi á Íslandi hljóta Mannréttindaverðlaun 2019. DV. Sótt 24. október 2019.
- ↑ Heimili og skóli. Landssamtök foreldra. Móðurmál – samtök um tvítyngi heimsótt með ráðherra Geymt 25 október 2019 í Wayback Machine. Sótt 24. október 2019.
- ↑ Landsbókasafn Íslans. Ársskýrsla 2008. Sótt 24. október 2019.