Bessadýr

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Tardigrade
Bessadýr
Bessadýr
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Tardigrada
Flokkur: Panarthropoda
Ættbálkur: Tactopoda
Tegund: Bessadýr

Inngangur[breyta | breyta frumkóða]

Bessadýr eru hörðustu naglar plánetunnar og geta lifað af við allar umhverfisaðstæður sem þau hafa verið sett í. Þau geta lifað af úti í geimnum þar sem manneskja mundi deyja. Þau geta lifað án vatns í mörg ár og finnast um allan heim. Bessadýr komu fram fyrir um 500 milljón árum, á perm-tímabili jarðsögunnar. Þau lifa í vatni en séu þau tekin upp úr því, losa þau líkamann við allan vökva og geta lifað þannig í dvala árum saman án þess að fá vatn. Þegar þau komast svo í snertingu við vatn á ný draga þau í sig vatn og lifna aftur við.

Útlit[breyta | breyta frumkóða]

Líkamsbygging bessadýra er einföld og þau eru mjög lítil, sjaldan meira en 0,5 mm löng. Þau hafa fjögur fótapör og nota þrjú þeirra til hreyfingar. Á fótunum eru allt að 8 klær.

Fæða[breyta | breyta frumkóða]

Bessadýr eiga heima alls staðar í heiminum. Þau eru rándýr og éta smærri lífverur, gerla, frumdýr og önnur bessadýr.

Æxlun[breyta | breyta frumkóða]

Bessadýr eru með kynkirtla sem eru rétt fyrir ofan garninar, Kvendýrin hafa þarfagang sem þjónar bæði æxlun og úrgangslosun. Þar losa þau út egghylki sem karldýrin frjóvga.


Eitthvað um bessadýr[breyta | breyta frumkóða]

Eins og áður segir finnast bessadýr hvarvetna í heiminum t.d. uppi á fjöllum, niðri í hafdjúpunum og á suðurskautinu. Þau þola óblíðari aðstæður en nokkrir aðrir fjölfrumungar, til dæmis hita upp að 150°C og kulda niður undir alkul (1 gráðu á Kelvin).

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

http://bioweb.uwlax.edu/bio203/s2008/shifflet_bran/nutrition.htm. Sótt 17/5/2016