Benjamín dúfa
Útlit
(Endurbeint frá Benjamín dúfa (bók))
Benjamín dúfa er íslensk barnabók eftir Friðrik Erlingsson en hún hlaut íslensku barnabókaverðlaunin árið 1992 og var tilnefnd til Norrænu barnabókaverðlaunanna árin 1993 og 1995.
Gerð hefur verið kvikmynd byggð á bókinni í leikstjórn Gísla Snæs Erlingssonar, sem hefur fengið fjölda verðlauna og viðurkenninga víða um heim. Bókin hefur verið gefin út í Færeyjum, Danmörku, Finnlandi, Svíþjóð, Bretlandi, Ítalíu, Litháen og víðar.
Sagan segir af viðburðarríku sumri í lífi fjögurra drengja; Benjamíns (Dúfu), Andrésar (Örn), Balda (hvíta) og Rólands (dreka), sem stofna riddarafélagið, reglu Rauða drekans og berjast með réttlæti gegn ranglæti.