Belgía í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Belgía

Sjónvarpsstöð VRT, RTBF
Söngvakeppni Eurosong
Ágrip
Þátttaka 62 (52 úrslit)
Fyrsta þátttaka 1956
Besta niðurstaða 1. sæti: 1986
Núll stig 1962, 1965
Tenglar
Síða Belgíu á Eurovision.tv

Belgía hefur tekið þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 62 sinnum síðan að frumraun landsins í keppninni ásamt sjö öðrum löndum átti sér stað árið 1956. Landið hefur aðeins verið fjarverandi þrisvar, árin 1994, 1997 og 2001 vegna lélegrar niðurstöðu árin á undan. Belgía hefur unnið keppnina einu sinni, árið 1986 sem er sama árið og Ísland hóf sína þátttöku.

Fyrstu 20 ár keppninnar var besta niðurstaða Belgíu fjórða sæti árið 1966. Árið 1978 náði Jean Vallée fyrstu topp 3 niðurstöðu landsins, þar sem hann endaði í öðru sæti. Sandra Kim varð fyrsti sigurvegarinn fyrir Belgíu árið 1986, þegar hún vann keppnina í Björgvin (Bergen) með laginu „J‘aime la vie“ aðeins 13 ára gömul. Eina aðra topp 3 niðurstaða eftir það var árið 2003 þegar hópurinn Urban Trad endaði í öðru sæti í Ríga. Framlagið endaði aðeins tveimur stigum undir sigurlaginu. Belgía hefur endað í seinasta sæti samtals átta sinnum og fengið núll stig tvisvar (1962 og 1965).

Eftir að undanúrslitin voru innleidd í keppnina árið 2004, náði Belgía ekki í lokaúrslitin fimm ár í röð (2005 – 2009). Síðan 2010 hefur landið náð betri árangri. Belgía hefur komist áfram í sex af ellefu keppnum og endað í topp 10 sætunum fjórum sinnum síðan þá, Tom Dice í 6. sæti (2010), Loïc Nottet í 4. sæti (2015), Laura Tesoro í 10. sæti (2016), og Blanche í 4. sæti (2017).

Yfirlit þátttöku (niðurstöður)[breyta | breyta frumkóða]

Merkingar
1 Sigurvegari
2 Annað sæti
3 Þriðja sæti
Síðasta sæti
Framlag valið en ekki keppt
Þátttaka væntanleg
Ár Flytjandi Lag Tungumál Úrslit U.úrslit
Sæti Stig Sæti Stig
1956 Fud Leclerc Messieurs les noyés de la Seine franska 2 [a] Ekki tiltæk Engin undankeppni
Mony Marc Le plus beau jour de ma vie franska 2 [a]
1957 Bobbejaan Schoepen Straatdeuntje hollenska 8 5
1958 Fud Leclerc Ma petite chatte franska 5 8
1959 Bob Benny Hou toch van mij hollenska 6 9
1960 Fud Leclerc Mon amour pour toi franska 6 9
1961 Bob Benny September, gouden roos hollenska 15 1
1962 Fud Leclerc Ton nom franska 13 0
1963 Jacques Raymond Waarom? hollenska 10 4
1964 Robert Cogoi Près de ma rivière franska 10 2
1965 Lize Marke Als het weer lente is hollenska 15 0
1966 Tonia Un peu de poivre, un peu de sel franska 4 14
1967 Louis Neefs Ik heb zorgen hollenska 7 8
1968 Claude Lombard Quand tu reviendras franska 7 8
1969 Louis Neefs Jennifer Jennings hollenska 7 10
1970 Jean Vallée Viens l'oublier franska 8 5
1971 Lily Castel & Jacques Raymond Goeiemorgen, morgen hollenska 14 68
1972 Serge & Christine Ghisoland À la folie ou pas du tout franska 17 55
1973 Nicole & Hugo Baby, Baby hollenska 17 58
1974 Jacques Hustin Fleur de liberté franska 9 10
1975 Ann Christy Gelukkig zijn hollenska, enska 15 17
1976 Pierre Rapsat Judy et Cie franska 8 68
1977 Dream Express A Million in One, Two, Three enska 7 69
1978 Jean Vallée L'amour ça fait chanter la vie franska 2 125
1979 Micha Marah Hey Nana hollenska 18 5
1980 Telex Euro-Vision franska 17 14
1981 Emly Starr Samson hollenska 13 40
1982 Stella Si tu aimes ma musique franska 4 96
1983 Pas de Deux Rendez-vous hollenska 18 13
1984 Jacques Zegers Avanti la vie franska 5 70
1985 Linda Lepomme Laat me nu gaan hollenska 19 7
1986 Sandra Kim J'aime la vie franska 1 176
1987 Liliane Saint-Pierre Soldiers of Love hollenska, enska 11 56
1988 Reynaert Laissez briller le soleil franska 18 5
1989 Ingeborg Door de wind hollenska 19 13
1990 Philippe Lafontaine Macédomienne franska 12 46
1991 Clouseau Geef het op hollenska 16 23
1992 Morgane Nous, on veut des violons franska 20 11
1993 Barbara Dex Iemand als jij hollenska 25 3 Kvalifikacija za Millstreet
1995 Frédéric Etherlinck La voix est libre franska 20 8 Engin undankeppni
1996 Lisa del Bo Liefde is een kaartspel hollenska 16 22 12 45
1998 Mélanie Cohl Dis oui franska 6 122 Engin undankeppni
1999 Vanessa Chinitor Like the Wind enska 12 38
2000 Nathalie Sorce Envie de vivre franska 24 2
2002 Sergio & The Ladies Sister enska 13 33
2003 Urban Trad Sanomi gervimál 2 165
2004 Xandee 1 Life enska 13 56 Topp 11 árið fyrr [b]
2005 Nuno Resende Le grand soir franska Komst ekki áfram 22 29
2006 Kate Ryan Je t'adore enska [c] 12 69
2007 The KMG's Love Power enska 26 14
2008 Ishtar O Julissi gervimál 17 16
2009 Copycat Copycat enska 17 1
2010 Tom Dice Me and My Guitar enska 6 143 1 167
2011 Witloof Bay With Love Baby enska Komst ekki áfram 11 53
2012 Iris Would You? enska 17 16
2013 Roberto Bellarosa Love Kills enska 12 71 5 75
2014 Axel Hirsoux Mother enska Komst ekki áfram 14 28
2015 Loïc Nottet Rhythm Inside enska 4 217 2 149
2016 Laura Tesoro What's the Pressure enska 10 181 3 274
2017 Blanche City Lights enska 4 363 4 165
2018 Sennek A Matter of Time enska Komst ekki áfram 12 91
2019 Eliot Wake Up enska 13 70
2020 Hooverphonic Release Me enska Keppni aflýst [d]
2021 Hooverphonic The Wrong Place enska 19 74 9 117
2022 Jérémie Makiese Miss you enska 19 64 8 151
2023 Gustaph Because of You enska 7 182 8 90

Neðanmálsgreinar[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 Niðurstöðurnar fyrir fyrstu keppnina árið 1956 eru ekki vitaðar, aðeins var sigurvegarinn kynntur. Opinbera Eurovision síðan setur fram að öll hin lögin hafi endað í öðru sæti. [1]
  2. Samkvæmt þáverandi reglum Eurovision komust öll topp 10 löndin, ásamt Stóru-Fjóru löndunum, sjálfkrafa áfram í úrslit næstkomandi ár. Sem dæmi, ef Þýskaland og Frakkland væru innan topp 10 sætanna, fengju löndin í 11. og 12. sæti pláss í úrslitunum árið eftir með þeim löndum sem voru líka innan topp 10.
  3. Lagið er á ensku, en titillinn (sem er á frönsku) er endurtekinn í laginu.
  4. Keppnin árið 2020 var aflýst vegna COVID-19 faraldursins.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Barclay, Simon (17. júní 2010). The Complete and Independent Guide to the Eurovision Song Contest 2010. Silverthorn Press. bls. 24. ISBN 978-1-4457-8415-1.
  Þessi sjónvarpsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.