Baðstofa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Baðstofa var haft um ólíka hluti á hinum ýmsu tímum. Orðið var í upphafi haft um hús til (gufu)baða, með ofni eða tengt ónstofu. Í bók sinni Híbýlahættir á miðöldum, segir höfundirinn: Arnheiður Sigurðardóttir:

Orðið baðstofa [[...]] mun á Norðurlöndum í öndverðu hafa táknað hús, þar sem gufubað var framleitt með þeim hætti, að köldu vatni var stökkt á glóandi steina í hinum svonefnda grjótofni.

Á 16. öld, á fyrstu stigum torfbæjarins, breyttist þó merking orðsins. Arnheiður segir í bók sinni:

Á 16. öld virðist stofan aðallega orðið fyrir gesti, en baðstofan aðalíveruherbergið, og líklegt má telja, að á venjulegum bændaheimilum hafi baðstofan gegnt hlutverki beggja.

og

Oft eru tilnefndar fleiri en ein baðstofa á sama bæ. Þannig getur um fornu- og stórubaðstofu á Munkaþverá árið 1519.

En á 18. öld var það haft um íveru-, vinnu- og matarstað, oft á palli öðrumegin eða beggja vegna. Frá 18. öld var það svo haft um helsta íbúðarhús torfbæjarins, svefn-, vinnu- og dvalarstað. (Sbr. fyrri tíma kvöldvökur).

Nú til dags er orðið oftast haft um síðustu merkingunni hér að framan og herbergi eða sal til gufubaða (t.d. við sundlaugar).

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  • „Af hverju er orðið "bað" í nafninu baðstofa dregið? Varla vegna þess að fólk baðaðist þar“. Vísindavefurinn.
  • Ýmislegt um baðstofur; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1952
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.