Baðhúsfélag Reykjavíkur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Baðhúsfélag Reykjavíkur (eða Baðhúsfjelag Reykjavíkur) var félag sem var stofnað um leið og fyrsta baðhús í Reykjavík þann 13. apríl 1895. Voru frumkvöðlar að stofnun þeirri, þeir Guðmundur Björnsson, landlæknir og Guðbrandur Finnbogason, konsúll. Voru í stjórn þess félags, auk þeirra sjálfra, þeir dr. Jónassen landlæknir, Guðmundur Magnússon læknir og Björn Jónsson ráðherra. Húsnæði tók félagið á leigu fyrir baðhúsið í norðurenda Gömlu-prensmiðjunnar í Aðalstræti.

Baðhús þetta var allmyndarlegt samanborið við íbúatölu bæjarins. Þar voru 2 kerlaugarklefar og 1 steypibaðklefi og biðherbergi fram af. Mun á tímabili hafa verið rekin rakarastofa í sambandi við baðhús þetta. Ekki var hún opin fyrst, nema á miðvikudögum og laugardögum. Vatn var tekið úr prentsmiðjupóstinum þar rétt hjá. Baðvörður í þessu fyrsta baðhúsi Reykvíkinga var hinn góðkunni bæjarbúi Magnús Vigfússon, síðar dyravörður í Stjórnarráðinu.

Árið 1903 og 1904 komu að utan þeir Eggert Claessen hæstaréttarmálaferlamaður og Jón Þorláksson borgarstjóri. Eitthvað mun þeim áhugasömu og framtaksömu fundist vanta á, að þrifnarðarmál öll væru í því lagi, sem skyldi. Þeir stofnuðu hlutafélag, er þeir nefndur h.f. Baðhús Reykjavíkur. Keyptu þeir lóð í miðbænum af Kristjáni Þorgrímssyni og reistu á þeirri lóð Baðhús Reykjavíkur. Þetta var árið 1905. Hafði hlutafélagið rekstur hússins á hendi næstu árin.

  Þessi Reykjavíkurgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.