Bartolomeo Cristofori

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ljósmynd af málverki af Cristofori frá 1726. Málverkið glataðist í Síðari heimsstyrjöld.

Bartolomeo Cristofori (4. maí 165527. janúar 1731) var ítalskur hljóðfærasmiður. Hann er almennt talinn vera sá sem fann upp píanóið. Hann fæddist í Padúa sem þá var hluti af Lýðveldinu Feneyjum en var ráðinn árið 1688 sem hljóðfærasmiður af Ferdinando de' Medici ríkisarfa í Toskana. Hann flutti því til Flórens þar sem hann þróaði fyrsta píanóið um eða fyrir aldamótin 1700. Hann vann síðan áfram að þróun þess til dauðadags.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.