Bartolomeo Cristofori
Útlit
Bartolomeo Cristofori (4. maí 1655 – 27. janúar 1731) var ítalskur hljóðfærasmiður. Hann er almennt talinn vera sá sem fann upp píanóið. Hann fæddist í Padúa sem þá var hluti af Lýðveldinu Feneyjum en var ráðinn árið 1688 sem hljóðfærasmiður af Ferdinando de' Medici ríkisarfa í Toskana. Hann flutti því til Flórens þar sem hann þróaði fyrsta píanóið um eða fyrir aldamótin 1700. Hann vann síðan áfram að þróun þess til dauðadags.