Balar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Balar eru landsvæðið milli Bjarnarfjarðar og Kaldbaksvíkur á Ströndum á um 12-13 km svæði. Það er undirlendisræma undir grýttum fjallshlíðum Balafjalla. Landið allt er fremur grýtt og gróðurlítið og virðist ekki vel fallið til landbúnaðar við fyrstu sýn, en fjörubeit er mikil. Talsvert rekur þar af rekaviði á fjörur. Lendingar voru góðar og heimræði stundað af hverjum bæ. Enginn hefðbundinn búskapur er lengur á svæðinu og þau hús sem enn standa uppi eru nýtt til sumardvalar og hlunnindabúskapar af rekaviði og æðarfugli.

Jarðir á Bölum[breyta | breyta frumkóða]