Bakhmút

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bakhmút.
Eyðilögð bygging í borginni árið 2022.

Bakhmút (úkraínska: Бахмýт), áður þekkt sem Artemivsk (úkraínska: Артемівськ) eða Artyomovsk (rússneska: Артёмовск), frá 1924 til 2016, er borg í Donetska Oblast í austur-Úkraínu. Hún er við Bakhmútka-fljót 89 kílómetra norður af Donetsk-borg. Íbúar voru rúmlega 71.000 árið 2022.

Í innrás Rússlands í Úkraínu 2022 var borgin lögð í rúst og flýðu flestir íbúarnir. Harðir bardagar standa yfir í byrjun árs 2023.