Baka

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Eplabaka er dæmigerður bandarískur eftirréttur

Baka er bakkelsi með botni úr deigi, fyllingu og oft deigloki ofan á.

Fylling[breyta | breyta frumkóða]

Bökur sem eru fylltar með ávöxtum, berjum eða öðru sætu eru yfirleitt bornar fram sem eftirréttir. Bökur fylltar með kjöti og grænmeti eru oftast hafðar sem aðalréttur. Með sumar bökur er aðeins botninn bakaður, sem er svo fylltur með einhvers konar kaldri fyllingu. Vissar fyllingar hafa fengið sérstök nöfn.

Bökudeig[breyta | breyta frumkóða]

Deigið sem er yfirleitt notað í bökur kallast mördeig, sem samanstendur af smjöri, hveiti, vatni, salti og eggjum. Bökudeig getur líka innihaldið sykur, hafragrjón og önnur bragðefni svo sem vanillu, kakó og kanil.

Sumar bökur eru með deigskreytingum eða deigloki ofan á fyllinguna sem er yfirleitt úr sama deiginu og botninn.

Mylsnubaka[breyta | breyta frumkóða]

Myslnubökur eru botnlausar bökur enda fyllingunni er hellt bara út í smurt bökuform. Smjör, hveiti og sykur eru hrærð saman þangað til þau taka á sér mylsnukennda áferð. Síðan er mylsnublöndunni stráð yfir fyllinguna þangað til hún er vel þakin. Blandan getur líka innihaldið hafragrjón. Mylsnubökur eru yfirleitt bornar fram heitar með ís, þeyttum rjóma eða vanillusósu.

Þess konar baka er yfirleitt höfð sem eftirréttur.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi matar eða drykkjargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.