BASICS-verkefnið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sagnaspuni í Reykjavíkur Akademíunni.

BASICS var verkefni innan Grundtvig fullorðinsfræðsluáætlunar Evrópusambandsins sem lauk í október 2013. Markmið þess var að þróa þekkta kennsluaðferð, sem heitir biblíódrama en þýtt hefur verið sem sagnaspuni á íslensku, til notkunar í millimenningarlegri (e. interculture) og þvertrúarlegri (e. interfaith) kennslu með það fyrir augum að auka gagnkvæman skilning fólks af ólíkum uppruna í Evrópu og reyndar um allan heim.

Í hvítbók Evrópusambandsins um millimenningu segir að aðeins með umræðu sé hægt að fá fólk til að sameinast í fjölbreytileika sínum og út frá því var gengið í BASICS-verkefninu. Þróaðar voru aðferðir byggðar á sagnamennsku til að fá fólk til að tjá sig um hefðir sínar og lífsgildi og hlusta á aðra segja frá. Þannig myndast gagnkvæmt traust og skilningur í hópunum.

Þátttakendur[breyta | breyta frumkóða]

Þátttakendur í verkefninu voru frá eftirtöldum stofnunum Reykjavikur Akademían (Ísland), The Bielsko Artistic Association Grodzki Theatre (Póllandi), Church Forum Foundation] (Úngverjalandi), Kocaeli University Institute of Health Sciences (Tyrklandi), EST Education Centre (Póllandi) og The Elijah Interfaith Institute (Ísrael).

Biblíódrama - sagnaspuni[breyta | breyta frumkóða]

Sagnaspunasmiðja á Íslandi.

Bibliodrama er samheiti yfir nokkrar aðferðir sem notaðar hafa verið til að sameina sögur einstaklinga og sögur sem geyma arf menningarheilda svo sem helgisagna og ævintýra í þeim tilgangi að hjálpa fólki að skilja betur rætur sínar, hefðir og lífsgildi. Ein aðferð biblíódrama er biblíólog. Nafnið sagnaspuni er að festast í sessi sem íslensk þýðing orðsins bibliodrama en orðhlutinn biblio- vísar til sagna eða bóka og gríska orðið drama þýðir að framkvæma.

Í lok verkefnisins var gefin út handbók og geisladiskur fyrir kennara á fimm tungumálum meðal annars íslensku. Efnið má nálgast á vefsíðu verkefnisins hjá Reykjavíkur Akademíunni.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]