Búrfell í Svarfaðardal

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Búrfellshyrna, Búrfellsdalur t.v., Grýtudalur t.h.

Búrfell í Svarfaðardal er gömul bújörð í Urðasókn og stendur undir þverbröttum hlíðum Búrfellshyrnu. Bærinn er í um 16 km fjarlægð frá Dalvík og stendur sunnan Svarfaðardalsár milli bæjanna Mela og Hæringsstaða. Í Búrfelli er stórt kúabú.

Utan og ofan við Búrfell er Búrfellsdalur, lítill afdalur, og í botni hans er Búrfellsjökull, sem er þekktur meðal jöklafræðinga því hann er svokallaður hlaupjökull og hleypur fram á nokkurra áratuga fresti.