Búnaðarbálkur (Eggert Ólafsson)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Búnaðarbálkur er 160 erinda kvæði um mann sem hét Geirdrjole Hansen sem Eggert Ólafsson orti á 18. öld. Það tilheyrir upplýsingaröldinni og er hugsað sem leiðbeiningar um búskaparhætti og tileinkaði Eggert mági sínum, séra Birni Halldórssyni í Sauðlauksdal verkið.

Kvæðið skiptist í þrjá hluta[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsti hluti[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsti hlutinn nefnist Eymdaróður og þar lýsir Eggert dökkum hliðum þjóðlífs, sakar fólk sinnar samtíðar um heimsku í stað visku og gagnrýnir hjátrú og fáfræði. Í Eymdaróði er lýst drungalegu lífi hjá hjátrúarfullum og lötum bónda. Notar Eggert óspart orð eins og myrkur og þoka um líf hans. Eggert hvetur til að á heimilum sé guðrækni í hávegum höfð og að húslestrar séu stundaðir ásamt sálmasöng.

Annar hluti[breyta | breyta frumkóða]

Annar hluti kallast Náttúrulyst og fjallar um ungan mann sem stofnar bóndabýli og hvernig fyrstu árin séu fátækleg og erfið uppdráttar og hvernig vinnan göfgar manninn.

Þriðji hluti[breyta | breyta frumkóða]

Þriðji hlutinn ber nafnið Munaðardæla og er þar fjallað um hve gott það sé að koma heim þar sem vinnukona hans tekur á móti honum ásamt börnum hans, hvernig hún skuli hafa þau til og hugsa um búið, hve mikið þau sakni hvers annars.