Búlgur
Útlit
Búlgur | ||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Syllubúlga (Toninia sedifolia) í Þýskalandi.
| ||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||
| ||||||||||||
Tegundir á Íslandi | ||||||||||||
sjá texta |
Búlgur (fræðiheiti: Toninia)[1] er ættkvísl fléttna af strýætt. Átta tegundir ættkvíslarinnar voru skráðar á Íslandi árið 2009[2] en fleiri hafa verið skráðar síðan þá.[1] Óvíst er hversu margar tegundir búlgna lifa á Íslandi.
Tegundir á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]Listinn er byggður á skrá yfir fléttur á Íslandi frá árinu 2009 nema annað sé tekið fram.[2] Íslensk heiti eru frá Herði Kristinssyni.[1] Nokkrar breytingar hafa verið á flokkun sumra tegunda og því er líklegt að listinn sé ekki tæmandi.
- Toninia aromatica
- Toninia athallina
- Toninia rosulata[1] - Hrímbúlga
- Toninia ruginosa
- Toninia sedifolia - Syllubúlga
- Toninia squalescens
- Toninia squalida - Tóarbúlga
- Toninia thiospora[1] - Strengbúlga
- Toninia tristis
- Toninia verrucarioides