Búfræði
![]() |
Þessi grein inniheldur engar heimildir. Vinsamlegast hjálpaðu til við að bæta þessa grein með því að bæta við tilvísunum í áreiðanlegar heimildir. Efni sem ekki styðst við heimildir gæti verið fjarlægt. |
Búfræði (e. agronomy) er samheiti yfir menntun og þjálfun á verknámsstigi, sem tengist landbúnaði. Sá sem hefur lokið námi í búfræði nefnist búfræðingur og almennt er námið hugsað fyrir verðandi bændur. Meðal helstu greina sem heyra undir búfræði eru jarðvinnsla, fóðurverkun, fóðurfræði, búfjárhald, tré- og járnsmíði, notkun dráttarvéla og vinnuvéla, kornrækt, grasafræði og búrekstur.
Búfræðikennsla á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]Torfi Bjarnason rak Ólafsdalsskólann frá 1880 til 1907, en það var fyrsti skipulagði búnaðarskóli Íslands. Árið 1889 var Bændaskólinn á Hvanneyri stofnaður og hann starfar enn sem Landbúnaðarháskóli Íslands. Frá 1883 til 1919 starfaði búnaðarskóli á Eiðum. Árið 1882 var stofnaður búnaðarskóli á Hólum í Hjaltadal, þar sem enn er kennd hestafræði o.fl.
Búfræði eins og hún er kennd á Íslandi er frekar alhliða, þ.e. tekur á flestum sviðum íslensks landbúnaðar. Erlendis er hún gjarnan sérhæfðari og snýst þá t.d. oft annað hvort um jarðrækt eða kvikfjárrækt.
Búvísindi
[breyta | breyta frumkóða]Búvísindi eru háskólamenntun sem byggist á búfræði, en er meira fræðileg en minna verkleg. Þeir sem leggja stund á hana vinna oft seinna við ráðgjöf, t.d. sem ráðunautar.