Bæn Frans frá Assisi
Útlit
Bæn Frans frá Assisi er kaþólsk kristin bæn sem er almennt, en ranglega, eignuð heilögum Frans frá Assísí sem uppi var á 13. öld. Elsta þekkta útgáfa bænarinnar birtist nafnlaust í franska tímaritinu La Clochette árið 1912. Hugsanlega er hún eftir Esther Bouquerel, stofnanda La Ligue de la Sainte-Messe sem gaf tímaritið út.
Bænin
[breyta | breyta frumkóða]Elsta þekkta útgáfa bænarinnar birtist í franska tímaritinu La Clochette árið 1912:
- Seigneur, faites de moi un instrument de votre paix.
- Là où il y a de la haine, que je mette l'amour.
- Là où il y a l'offense, que je mette le pardon.
- Là où il y a la discorde, que je mette l'union.
- Là où il y a l'erreur, que je mette la vérité.
- Là où il y a le doute, que je mette la foi.
- Là où il y a le désespoir, que je mette l'espérance.
- Là où il y a les ténèbres, que je mette votre lumière.
- Là où il y a la tristesse, que je mette la joie.
- Ô Maître, que je ne cherche pas tant à être consolé qu'à consoler,
- à être compris qu'à comprendre,
- à être aimé qu'à aimer,
- car c'est en donnant qu'on reçoit,
- c'est en s'oubliant qu'on trouve, c'est en pardonnant qu'on est pardonné,
- c'est en mourant qu'on ressuscite à l'éternelle vie.
Íslensk þýðing birtist í tímaritinu Norðurljósið árið 1945[1] :
- Herra, notaðu mig til þess að útbreiða friðinn þinn!
- Þar sem er hatur, láttu mig sá kærleika,
- — þar sem er misgerð, fyrirgefning,
- — þar sem er efi, trú,
- — þar sem er örvænting, von,
- — þar sem er myrkur, ljósi,
- — þar sem er hrygð, gleði.
- Ó, himneski herra, hjálpaðu mjer ekki að leita huggunar, en öllu heldur að hugga.
- Ekki að vera skilinn, en öllu heldur að skilja.
- Ekki að vera elskaður, en að elska.
- Því að þegar vjer gefum, öðlumst vjer sjálfir.
- Þegar vjer fyrirgefum, er oss sjálfum fyrirgefið.
- Þegar vjer deyjum sjálfum oss, fæðumst vjer til eilífs lífs.
- Frans frá Assisi.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Norðurljósið 28 (3-4), Akureyri: Arthur Cook, 1945, s. 13. (Tímarit.is).
Heimildaskrá
[breyta | breyta frumkóða]- Christian RENOUX, La prière pour la paix attribuée à saint François, une énigme à résoudre, Paris, Editions franciscaines, Paris, 2001
- Christian RENOUX, La preghiera per la pace attribuita a san Francesco, un enigma da risolvere, Padova, Edizioni Messagero, 2003.