Fara í innihald

Bæn Frans frá Assisi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Bæn Frans frá Assisi er kaþólsk kristin bæn sem er almennt, en ranglega, eignuð heilögum Frans frá Assísí sem uppi var á 13. öld. Elsta þekkta útgáfa bænarinnar birtist nafnlaust í franska tímaritinu La Clochette árið 1912. Hugsanlega er hún eftir Esther Bouquerel, stofnanda La Ligue de la Sainte-Messe sem gaf tímaritið út.

Bænin[breyta | breyta frumkóða]

Elsta þekkta útgáfa bænarinnar birtist í franska tímaritinu La Clochette árið 1912:

Seigneur, faites de moi un instrument de votre paix.
Là où il y a de la haine, que je mette l'amour.
Là où il y a l'offense, que je mette le pardon.
Là où il y a la discorde, que je mette l'union.
Là où il y a l'erreur, que je mette la vérité.
Là où il y a le doute, que je mette la foi.
Là où il y a le désespoir, que je mette l'espérance.
Là où il y a les ténèbres, que je mette votre lumière.
Là où il y a la tristesse, que je mette la joie.
Ô Maître, que je ne cherche pas tant à être consolé qu'à consoler,
à être compris qu'à comprendre,
à être aimé qu'à aimer,
car c'est en donnant qu'on reçoit,
c'est en s'oubliant qu'on trouve, c'est en pardonnant qu'on est pardonné,
c'est en mourant qu'on ressuscite à l'éternelle vie.

Íslensk þýðing birtist í tímaritinu Norðurljósið árið 1945[1] :

Herra, notaðu mig til þess að útbreiða friðinn þinn!
Þar sem er hatur, láttu mig sá kærleika,
— þar sem er misgerð, fyrirgefning,
— þar sem er efi, trú,
— þar sem er örvænting, von,
— þar sem er myrkur, ljósi,
— þar sem er hrygð, gleði.
Ó, himneski herra, hjálpaðu mjer ekki að leita huggunar, en öllu heldur að hugga.
Ekki að vera skilinn, en öllu heldur að skilja.
Ekki að vera elskaður, en að elska.
Því að þegar vjer gefum, öðlumst vjer sjálfir.
Þegar vjer fyrirgefum, er oss sjálfum fyrirgefið.
Þegar vjer deyjum sjálfum oss, fæðumst vjer til eilífs lífs.
Frans frá Assisi.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Norðurljósið 28 (3-4), Akureyri: Arthur Cook, 1945, s. 13. (Tímarit.is).

Heimildaskrá[breyta | breyta frumkóða]

  • Christian RENOUX, La prière pour la paix attribuée à saint François, une énigme à résoudre, Paris, Editions franciscaines, Paris, 2001
  • Christian RENOUX, La preghiera per la pace attribuita a san Francesco, un enigma da risolvere, Padova, Edizioni Messagero, 2003.