Bæjarstaðaskógur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Skógurinn séður frá Vestragili.

Bæjarstaðaskógur er birkiskógur í Morsárdal, vestan við Skaftafell í suðurhluta Vatnajökulsþjóðgarðs. Skógurinn er í vesturhlíð dalsins og snýr móti suðaustri. Hann var girtur af árið 1935, alls 22 ha, sem voru að hálfu vaxnir skógi. Uppblástur og beit hafði farið illa með skóginn. Skógræktarfélag Íslands sá um framkvæmdir en frjáls samskot stóðu undir kostnaði. Bæjarstaðarskógur er talinn einhver þróttmesti birkiskógur hérlendis með allt að 12 m háum trjám, sem eru beinvaxnari en gerist yfirleitt með íslenskt birki. Þar er einnig eitthvað af reynitrjám.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.